Utanhúss

Showing 10–17 of 17 results

ÞOL

ÞOL er feit alkýðmálning sem er létt í notkun, flýtur vel og myndar sterka og varanlega hálfgljáandi lakkfilmu. ÞOL hefur mikið veðrunarþol. ÞOL er einkum ætlað til notkunar á bárujárnsþök og aðra málmfleti utanhúss, þar sem mikið mæðir á og óskað er hálfgljáandi áferðar.

Sjá vörulýsingu: ÞOL
Sjá öryggisblað: ÞOL

BIT -ÆTIGRUNNUR

Einþátta, mjög hraðþornandi ryðvarnar- og viðloðunargrunnur af „wash primer“ gerð, með sínkfosfat/járnoxíð ryðvarnarefni. Einkum ætlaður á vel hreinsað járn, t.d. strax eftir sandblástur, svo og á ál og sínk. Mála má með flestum málningartegundum yfir BIT-ÆTIGRUNN.

Sjá vörulýsingu: BIT-ÆTIGRUNNUR

FJÖLGRUNNUR

FJÖLGRUNNUR er hraðþornandi, alkýðbundinn ryðvarnargrunnur, sem inniheldur virk ryðvarnarefni. Sérstaklega hannaður fyrir gáma og aðra stál- og álhluti, þar sem stuttur þurrktími skiptir miklu máli. Inniheldur ekki króm og þolir hita allt að 120°C.

Sjá vörulýsingu: FJÖLGRUNNUR
Sjá öryggisblað: FJÖLGRUNNUR

AKRÝL ÞOL

Akrýl – ÞOL er vatnsþynnt, hálfgljáandi akrýlmálning, sem er létt í notkun.  Akrýl – ÞOL myndar filmu með mjög gott veðrunarþol og gljáheldni. Akrýl – ÞOL er einkum ætlað á bárujárn, ýmsar gerðir af klæðningum og aðra málmfleti utanhúss, þar sem mikið mæðir á og óskað er hálfgljáandi áferðar.

Sjá vörulýsingu: AKRÝL – ÞOL

FJÖLHÚÐ

FJÖLHÚÐ er hálfgljáandi, hraðþornandi akrýlmálning, sem hefur gott efnaþol og gefur mjög góða tæringarvörn með réttum ryðvarnargrunni. Má mála við lágt hitastig. Lokaumferð í eðlisþornandi málningarkerfi, t.d. á gáma og önnur stálvirki.

Sjá vörulýsingu: FJÖLHÚÐ
Sjá öryggisblað: FJÖLHÚÐ

STÉTTVARI

STÉTTVARI er leysiefnaþynntur akrýlgrunnur, sem myndar þétta og veðurþolna filmu. STÉTTVARI er einkum ætlaður á mynstursteyptar innkeyrslur, plön, gangstéttar o.fl.

Sjá vörulýsingu: STÉTTVARI
Sjá öryggisblað: STÉTTVARI

RAGNVARI 40

REGNVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani og síloxani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. REGNVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið.

Sjá vörulýsingu: REGNVARI 40
Sjá öryggisblað: REGNVARI 40

TRÖPPUMÁLNING

TRÖPPUMÁLNING er mött terpentínuþynnt hraðþornandi sements- og akrýlmálning. TRÖPPUMÁLNING er einkum ætluð á útitröppur, handrið, svalagólf og ýmsa lárétta fleti utanhúss.

Sjá vörulýsingu: TRÖPPUMÁLNING