KJÖRVARI 15 Tix
KJÖRVARA 15 svipar til KJÖRVARA 14 en hefur „tixótrópíst“ flæði, hann slettast síður úr penslinum og auðveldar að mála upp fyrir sig. KJÖRVARI 15 er ætlaður á hvers konar við, heflaðan sem óheflaðan, einkum utanhúss þar sem þess er óskað að viðaráferð sjáist.
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 15
Sjá öryggisblað: Kjörvari 15
Related products
-
KJÖRVARI 16
KJÖRVARI 16 er alkýðolíubundin viðarvörn, sem ver viðinn niðurbroti af völdum sólarljóss. KJÖRVARI 16 myndar mjúka filmu með gott veðrunarþol. KJÖRVARI 16 er einkum ætlaður á hvers konar við utanhúss, þar sem óskað er hyljandi áferðar án þess að viðaráferðin tapist.
Sjá vörulýsingu: KJÖRVARI 16
Sjá öryggisblað: KJÖRVARI 16
-
KJÖRVARI 24
KJÖRVARI 24 er vatnsþynnt, þunnfljótandi alkýðbundin viðarvörn með öflugum rotvarnarefnum og litarefnum sem verja viðinn vel gegn niðurbroti af völdum sólarljóssins en hylja ekki viðaræðarnar, heldur framkalla og skýra þær. KJÖRVARI 24 er ætlaður á hvers konar við, heflaðan sem óheflaðan, einkum utanhúss þar sem þess er óskað að viðaráferð sjáist. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 24
Sjá öryggisblað: Kjörvari 24 -
KJÖRVARI 12 – PALLAOLÍA
KJÖRVARI 12 er olíubundin viðarvörn, sem smýgur vel inn í viðinn, veitir honum góða vatnsvörn og hamlar gegn sprungumyndun. KJÖRVARI 12 er einkum ætlaður á gagnvarinn við utanhúss t.d. á palla, skjólveggi o.fl. Bestur verður árangurinn ef viðurinn er varinn algjörlega óveðraður.
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 12 Pallaolía
Sjá öryggisblað: Kjörvari 12 – Pallaolía