Verklýsingar utanhúss
Hér má finna verklýsingar fyrir utanhúss. Verklýsingarnar eru allar á PDF. Smelltu á heiti varanna í PDF skjalinu sem flytur þig til þeirra.
Opið virka daga kl. 07:30-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00.
Sími 580 6000
Netfang: malning@malning.is
Málning hf
Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Hér má finna verklýsingar fyrir utanhúss. Verklýsingarnar eru allar á PDF. Smelltu á heiti varanna í PDF skjalinu sem flytur þig til þeirra.
STEINSKJÓL er vatnsþynnanleg akrýlmálning sem má mála með allt niður að 0°C. STEINSKJÓL hefur gott veðrunar- og teygjuþol, sem gefur möguleika á að brúa fíngerðar sprungur. STEINSKJÓL er sérlega hönnuð fyrir múr og stein-steypu utanhúss.
Sjá vörulýsingu: STEINSKJÓL
Sjá öryggisblað: STEINSKJÓL
STEINGRUNNUR er vatnsþynnanlegur bindigrunnur gerður úr sérstöku akrýlbindiefni, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Er einkum ætlaður til að grunna múr og steinsteypu utanhúss undir STEINTEX eða STEINSKJÓL þar sem nokkur duftsmitun er til staðar.
Sjá vörulýsingu: STEINGRUNNUR
STEINVARI 2000 er terpentínuþynnanleg akrýlbundin málning, sem hefur þá einstöku eiginleika að vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi vel í gegnum sig eða um tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. STEINVARI 2000 fullnægir ítrustu kröfum um yfirborðsmeðhöndlun á múr og steinsteyptum flötum utanhúss þar sem hann er gæddur eftirtöldum sérkostum.
Sjá vörulýsingu: STEINVARI 2000
Sjá öryggisblað: STEINVARI 2000
STEINTEX er emúlsjónsmálning gerð úr ósápanlegu akrýlbindiefni og lútarþolnum litar og fylliefnum. STEINTEX hefur sérstaka eiginleika til að hleypa raka auðveldlega í gegnum sig. STEINTEX er einkum hönnuð fyrir múr og steinsteypta fleti, þar sem krafist er lútarþols, mikils veðrunarþols og rakagegnstreymis.
STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg akrýlmálning, sem þornar eingöngu við uppgufun leysiefna. STEINAKRÝL er sérstaklega hannað til notkunar á múr og steinsteypta fleti utanhúss við íslenskar aðstæður. STEINAKRÝL er mjög veðurheldið, hefur frábært alkalíþol og viðloðun við stein, er ágætlega þétt gegn vatni (slagregni) en hleypir þó auðveldlegaí gegnum sig raka úr steinveggjum.
Sjá vörulýsingu: STEINAKRÝL
Sjá öryggisblað: STEINAKRYL
STEINÞYKKNI er einþátta, vatnsþynnanleg akrýlmálning, sem myndar mjög teygjanlega filmu, jafnvel við lágt hitastig. STEINÞYKKNI er einkum ætlað á vatnsbretti, ofan á veggi og fleiri slíka lárétta og lítið hallandi steinfleti, til að þétta gegn vatni og brúa fíngerðar sprungur.
Sjá vörulýsingu: STEINÞYKKNI