Baldvin Valdimarsson, forstjóri Málningar hf tekur við Svansvottuninni frá Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar.

Svanurinn – Norræna umhverfismerkið

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansvottunarinnar og vinnur náið með skrifstofum Svansins á öllum Norðurlöndunum.

Til að málning fái að bera Svaninn þarf hún að uppfylla strangar kröfur um framleiðslu og innihald. Öll hráefni í málningunni þurfa að fá samþykki Svansins. Meðal þeirra krafna sem gerðar eru til Svans merktrar málningar eru að þau mega ekki innihalda nanóefni, þungmálma, efni sem geta verið hættuleg eða valdið skaða á umhverfinu. Eins eru settar strangar kröfur um notkun rotvarnarefna og lífrænna leysiefna. Svansvottaðar vörur Málingar.

TOP