Opið virka daga kl. 07:30-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00.
Sími 580 6000
Email: malning@malning.is
Málning hf
Dalvegi 18, 201 Kópavogur
KJÖRVARI 12 er olíubundin viðarvörn, sem smýgur vel inn í viðinn, veitir honum góða vatnsvörn og hamlar gegn sprungumyndun. KJÖRVARI 12 er einkum ætlaður á gagnvarinn við utanhúss t.d. á palla, skjólveggi o.fl. Bestur verður árangurinn ef viðurinn er varinn algjörlega óveðraður.
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 12 Pallaolía
Sjá öryggisblað: Kjörvari 12 – Pallaolía
KJÖRVARI 14 er gagnsæ viðarvörn, gerð úr vatnsheldum alkýðolíum, öflugum fúa- og rotvarnarefnum og ljósheldum litarefnum. KJÖRVARI 14 er þunnfljótandi, smýgur vel inn í viðinn og hleypir raka úr viðnum auðveldlega í gegnum sig. KJÖRVARI 14 er ætlaður á hvers konar við, heflaðan sem óheflaðan, einkum utanhúss þar sem þess er óskað að viðaráferð sjáist. Kjörvaraborinn viður hefur ekki áhrif á nærliggjandi gróður og hentar því vel t.d. á tréverk gróðurhúsa.
Sjá vörulýsingu: KJÖRVARI 14
Sjá öryggisblað: KJÖRVARI 14
KJÖRVARI 16 er alkýðolíubundin viðarvörn, sem ver viðinn niðurbroti af völdum sólarljóss. KJÖRVARI 16 myndar mjúka filmu með gott veðrunarþol. KJÖRVARI 16 er einkum ætlaður á hvers konar við utanhúss, þar sem óskað er hyljandi áferðar án þess að viðaráferðin tapist.
Sjá vörulýsingu: KJÖRVARI 16
Sjá öryggisblað: KJÖRVARI 16
Í KJÖRVARA 22 eru öflug rotvarnarefni og mjög ljósheld litarefni bundin vatnsheldum alkýðolíum. KJÖRVARI 22 er þunnfljótandi, smýgur vel inn í viðinn og veitir góða vörn gegn veðrun. KJÖRVARI 22 er gagnsæ viðarvörn einkum ætluð á gagnvarinn við utanhúss, t.d. palla, skjólveggi o.fl. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 22
Sjá öryggisblað: Kjörvari 22
KJÖRVARI 24 er vatnsþynnt, þunnfljótandi alkýðbundin viðarvörn með öflugum rotvarnarefnum og litarefnum sem verja viðinn vel gegn niðurbroti af völdum sólarljóssins en hylja ekki viðaræðarnar, heldur framkalla og skýra þær. KJÖRVARI 24 er ætlaður á hvers konar við, heflaðan sem óheflaðan, einkum utanhúss þar sem þess er óskað að viðaráferð sjáist. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 24
Sjá öryggisblað: Kjörvari 24
KJÖRVARI 20 er vatnsþynnanleg, hyljandi viðarvörn, sem ver viðinn niðurbroti af völdum sólarljóss. KJÖRVARI 20 er gerður úr ljósheldum litarefnum, öflugum fúa- og rotvarnarefnum, blöndu af feitu alkýði og 100% akrýlemúlsjón, sem gefur teygjanlega filmu, án þess að viðarmynstur glatist. KJÖRVARI 20 hefur frábært vatns- og veðrunarþol og hleypir raka úr viðnum auðveldlega gegnum sig. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KJÖRVARI 20
Sjá öryggisblað: KJÖRVARI 20
STEINSKJÓL er vatnsþynnanleg akrýlmálning sem má mála með allt niður að 0°C. STEINSKJÓL hefur gott veðrunar- og teygjuþol, sem gefur möguleika á að brúa fíngerðar sprungur. STEINSKJÓL er sérlega hönnuð fyrir múr og stein-steypu utanhúss.
Sjá vörulýsingu: STEINSKJÓL
Sjá öryggisblað: STEINSKJÓL
STEINVARI 2000 er terpentínuþynnanleg akrýlbundin málning, sem hefur þá einstöku eiginleika að vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi vel í gegnum sig eða um tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. STEINVARI 2000 fullnægir ítrustu kröfum um yfirborðsmeðhöndlun á múr og steinsteyptum flötum utanhúss þar sem hann er gæddur sérkostum.
Sjá vörulýsingu: STEINVARI 2000
Sjá öryggisblað: STEINVARI 2000
STEINGRUNNUR er vatnsþynnanlegur bindigrunnur gerður úr sérstöku akrýlbindiefni, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Er einkum ætlaður til að grunna múr og steinsteypu utanhúss undir STEINTEX eða STEINSKJÓL þar sem nokkur duftsmitun er til staðar. Það má einnig nota hann til að grunna undir STEINÞYKKNI. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: STEINGRUNNUR
Sjá öryggisblað: STEINGRUNNUR
STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg akrýlmálning, sem þornar eingöngu við uppgufun leysiefna. STEINAKRÝL er sérstaklega hannað til notkunar á múr og steinsteypta fleti utanhúss við íslenskar aðstæður. STEINAKRÝL er mjög veðurheldið, hefur frábært alkalíþol og viðloðun við stein, er ágætlega þétt gegn vatni (slagregni) en hleypir þó auðveldlegaí gegnum sig raka úr steinveggjum.
Sökum einstakra eiginleika er STEINAKRÝL notuð sem vitamálning.
Sjá vörulýsingu: STEINAKRÝL
Sjá öryggisblað: STEINAKRYL
MÚRGRUNNUR 03 er glær, þunnfljótandi, leysiefnaþynntur grunnur, sem sem smýgur afar vel. MÚRGRUNNUR 03 er einkum ætlaður til að grunna stein undir KÓPAL STEINÞYKKNI. Áburður: MÚRGRUNN 03 má bera á flötinn með pensli, rúllu, eða sprautu.
Sjá vörulýsingu: STEINVARI MÚRGRUNNUR 03
Sjá öryggisblað: STEINVARI MÚRGRUNNUR 03