STEINGRUNNUR
STEINGRUNNUR er vatnsþynnanlegur bindigrunnur gerður úr sérstöku akrýlbindiefni, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Er einkum ætlaður til að grunna múr og steinsteypu utanhúss undir STEINTEX eða STEINSKJÓL þar sem nokkur duftsmitun er til staðar.
Sjá vörulýsingu: STEINGRUNNUR
Related products
-
STEINSKJÓL
STEINSKJÓL er vatnsþynnanleg akrýlmálning sem má mála með allt niður að 0°C. STEINSKJÓL hefur gott veðrunar- og teygjuþol, sem gefur möguleika á að brúa fíngerðar sprungur. STEINSKJÓL er sérlega hönnuð fyrir múr og stein-steypu utanhúss.
Sjá vörulýsingu: STEINSKJÓL
Sjá öryggisblað: STEINSKJÓL
-
STEINÞYKKNI
STEINÞYKKNI er einþátta, vatnsþynnanleg akrýlmálning, sem myndar mjög teygjanlega filmu, jafnvel við lágt hitastig. STEINÞYKKNI er einkum ætlað á vatnsbretti, ofan á veggi og fleiri slíka lárétta og lítið hallandi steinfleti, til að þétta gegn vatni og brúa fíngerðar sprungur.
Sjá vörulýsingu: STEINÞYKKNI