KJARNALAKK, SILKIMATT OG HÁGLJÁANDI
KJARNALAKK er glært, einþátta pólýúreþanlakk, gert úr arómatísku pólýísósýanati og leysiefnum. KJARNALAKK er vætandi lakk með góðri fyllingu og er í hópi slitsterkustu, efnaþolnustu og veðurheldnustu lakka sem völ er á í dag. KJARNALAKK harðnar fyrir áhrif raka andrúmsloftsins og harðnar því fyrr sem raka og hitastig er hærra. -V-55, SILKIMATT / V-95, HÁGLJÁANDI I.
Sjá vörulýsingu: KJARNALAKK
Sjá öryggisblað: KJARNALAKK V 55 V 95
Related products
-
FERNIS OLÍA
FERNIS OLÍA (fernis eða gljákvoða) er vökvi úr viðarolíum sem er notaður til hlífðar og fegurðar málverka. Olían er hrein jurtaolía gerð úr tvísoðinni línolíu. Hentar vel til meðhöndlunar á viði og náttúrustein.
Við meðhöndlun á viði og náttúrusteini er mælt með að þynna fyrstu umferð með terpentínu. Olían er borin á með pensli eða tusku og leyft að smjúga inn í viðinn í 15-20 mínútur, öll umframolía er þurrkuð af með klúti.
Yfirborðsþurrkur næst á 24 klst við stofuhita, gegnumþurrkur getur tekið fleiri daga. Klútur vættur í FERNIS OLÍU getur valdið sjálfíkveikju.
Sjá öryggisblað: FERNIS OLÍA
-
KÓPAL LEIFTURLAKK
KÓPAL LEIFTURLAKK er glært, vatnsþynnanlegt, lyktarlaust akrýllakk án mengunar af lífrænum leysiefnum. KÓPAL LEIFTURLAKK flýtur vel og myndar lakkfilmu sem gulnar ekki. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL LEIFTURLAKK
Sjá öryggisblað: KÓPAL LEIFTURLAKK