Opið virka daga kl. 07:30-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00.
Sími 580 6000
Email: malning@malning.is
Málning hf
Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Málning hf fékk fyrst íslenskra málningarfyrirtækja starfsleyfi í júní 1998. Öllum ákvæðum þess hefur verið fylgt til hins ítrasta og allar eftirlitsmælingar verið vel innan þeirra marka, sem settar eru í leyfinu. Umhverfismál hafa frá fyrstu tíð verið hátt skrifuð hjá Málningu, t.d. var félagið fyrst á markað með vatnsþynnta málningu rétt eftir stofnun þess 1953. Hér fylgja þeir punktar, sem félagið mun hafa að leiðar ljósi í fyrstu umhverfisstefnu þess.
Byggingar, umhverfi og starfsaðstaða skal vera til fyrirmyndar hjá fyrirtækinu. Það er markmið að allar aðstæður séu á þann veg að vinnuslys heyri sögunni til. Við vöruþróun er lögð höfuðáhersla á að færa sem flestar vörur að 0% merkinu og draga sem mest úr notkun hættulegra efna og hætta notkun eiturefna. 0% merkið stendur fyrir málningu án lífrænna leysa, ammoníaks eða formaldehýðs.
Í framleiðslunni verður leitast við að tileinka sér hreina framleiðslutækni, þar sem markið er sett á góða nýtingu á orku, vatni og hráefnum. Stefnt er að því að rýrnun á hráefnum og umbúðum sé ávallt undir 2% af ársnotkun.
Sorp og spilliefni verða flokkuð í samræmi við óskir förgunaraðila. Fyrirtækið mun leitast við, að lágmarka þessa flokka. Haldið verður bókhald yfir magn sorps og spilliefna, þ.a. hægt verður að bera saman niðurstöður á milli ára.
Fyrirtækið mun fylgjast vel með þróun, breytingum á lögum og reglugerðum er varða umhverfismál. Allar breytingar er varða framleiðslu og sölu á málningu munu verða teknar upp hið fyrsta.
Stjórnendur fyrirtækisins munu leitst við að efla umhverfisvitund starfsmanna og beina viðskiptavinum inn á braut umhverfisvænna vara.
Við innkaup tækja og rekstrarvara verður lögð áhersla á að velja vörur, þ.a. þær hafi sem minnst áhrif á umhverfið.
Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri