Nýja KÓPAL innimálningin frá Málningu

/ / Fréttir

Málning hf hefur sett á markað KÓPAL innimálningu með nýju útliti. Hin vinsæla KÓPAL málning er því komin í nýjan búning en er eins og áður jafn góð. KÓPAL Glitra verður KÓPAL 10 sem er er sérlega hentug á stofur, ganga og svefnherbergi þar sem óskað er hálfmattrar áferðar en hefur betra flot og mýkri og fallegri áferð.

KÓPAL loftamálning verður KÓPAL 2 sem er sérlega gerð til að mála loft innanhúss og hentar einkar vel þar sem birtan gerir miklar kröfur um jafna áferð og veitir góða hulu. KÓPAL Matt verður KÓPAL 4. Hún er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 4 er sérlega hentug á stofur og víðar þar sem óskað er mattrar áferðar án þess að slakað sé á kröfum um þvottheldni og hún ýrist lítið við rúllun og að lokum KÓPAL Birta sem verður KÓPAL 25 sem hentar sérlega vel þar sem mikið álag er til staðar t.d. á stigaganga og önnur rými þar sem umferð er mikil. KÓPAL 25 er með örlítið hærri gljáa, er auðveldari að þrífa og er með mjög gott rakaþol.

TOP