Starfsmenn söludeildar
Börkur Darri Hafsteinsson - Sölumaður
- Sími: 580 6010
- borkur@malning.is
Máni Karl Guðmundsson - Sölumaður
- Sími: 580 6009
- mani@malning.is
Óli Pétur Olsen - Sölumaður
- Sími: 580 6010
- olipo@malning.is
Emil Orri Michelsen - Sölumaður
- Sími: 580 6005 / Gsm: 897 2641
- emil@malning.is
Guðjón Finnur Drengsson - Sölumaður Skipadeild
- Sími: 580 6002 / Farsími: 821 8530
- gudjon@malning.is
Gylfi Már Ágústsson - Sölumaður
- Sími: 580 6007 / Farsími: 892 0290
- gylfi@malning.is
Halldór Olgeirsson - Sölumaður
- Sími: 580 6009 / Farsími: 895 148
- dori@malning.is
Kristján Sigurðsson - Sölustjóri
- Sími: 580 6003 / Farsími: 899 6850
- ksig@malning.is
Þórður Davíðsson - Sölustjóri
- Sími: 580 6004 / Farsími: 897 4421
- toti@malning.is
HLUTVERK
Segja má að hlutverk rannsóknastofunnar sé þrískipt.
Í fyrsta lagi er um að ræða eftirlit með framleiðslu og hráefnum. Tryggja verður að hráefnin standist þær kröfur sem til þeirra eru gerðar, prófa ný hráefni og veita samþykki fyrir kaupum á efnum frá nýjum framleiðendum. Fylgst er með allri framleiðslu og viðeigandi mælingar gerðar meðan á framleiðslu stendur. Í lokin eru framkvæmdar mismunandi viðamiklar mælingar til að tryggja að gæði framleiðslunnar séu jöfn svo viðskiptavinir fái ávallt vöru sem leysir hlutverk sitt jafnvel af hendi.
Í öðru lagi er ráðgjöf og tækniþjónusta við viðskiptavini fyrirtækisins. Málning ehf leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir eigi greiðan aðgang að þeirri þekkingu og reynslu sem er til innan veggja fyrirtækisins. Miklu skiptir einnig fyrir okkur að kynnast sjónarmiðum og reynslu viðskiptavinanna. Fátt varðar betur leiðina til árangurs.
Síðast en ekki síst er vöruþróun sem er undirstaða fyrir framtíðina. Málning ehf hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að kynna nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar. Má þar nefna að þegar fyrirtækið var stofnað árið 1953 hófst byltingarkennd nýjung með framleiðslu á vatnsþynntri húsamálningu. Nú á tímum er einmitt veigamesti drifkrafturinn í þróun málningarefna umhverfismál bæði gagnvart ytra umhverfi og einnig gagnvart vinnuumhverfi. Tæpum 40 árum eftir stofnun fyrirtækisins var á ný kynnt umfangsmikil breyting á innanhússmálningu með tilkomu málningar sem inniheldur engin lífræn leysiefni og er án ammóníaks og formaldehýðs. Þessi málning er nánast algjörlega lyktarlaus og auðkennd með 0% merki.
SAMSTARF
Þróun nýrra vörutegunda og endurbætur á eldri vörum hefur tryggan sess í starfseminni. Mikilvægt er á tímum hraðra breytinga að koma sér upp samböndum við erlend fyrirtæki á mismunandi sérsviðum svo nýjungar verði teknar í notkun sem allra fyrst. Okkar tíma er illa varið við leit að lausn vandamála sem þegar hafa verið leyst. Öflug „utanríkisþjónusta" skiptir því miklu máli nú sem fyrr og stórkostlegar framfarir í samskiptum stytta leiðir milli landa.
SAMSTARF
Hinu er ekki að leyna að hér á landi eru ýmis þau mál sem ekki verða nema að litlu leyti leyst með aðstoð erlendis frá. Skýrasta dæmið hér um er yfirborðsmeðhöndlun á steinsteypu utanhúss. Á þessu sviði hefur Málning ehf lagt verulega fjármuni í vöruþróun sem hefur skilað sér í öflugu vöruvali á þessu sviði með STEINVARA 2000 í broddi fylkingar. Einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum með Rannsóknastofnun Byggingariðnaðarins og ýmsum iðnfyrirtækjum hér heima og í útlöndum. Þessar rannsóknir treysta mjög grundvöllinn undir vöruþróunina með því að auka þekkingu á steinsteypu, samspili hennar við umhverfið og hvernig unnt er að hafa áhrif á þetta samspil með ýmsum gerðum af málningu og skyldum efnum.
Eftirfarandi eru nokkur dæmi um rannsóknaverkefni af þessu tagi:
- Sprungur í steinsteypu; rannsókn á vatnshegðan og viðgerðarefnum
- Þróun íslenskrar málningartegundar sem dregur úr öldrun steinsteypu (carbonation).
- Vatnsfælnar vegghúðir.
- Varanleg lokun sprungna.
- Steinfletir utanhúss: ný efnistækni við yfirborðsfrágang.
STARFSMENN
Einar Lúthersson - Efnafræðingur
- Sími: 580 6046
- einar@malning.is
Húni Sighvatsson - Efnaverkfræðingur
- Sími: 580 6045
- huni@malning.is
Stefan Baltazar Kraszewski - Rannsókn og gæðaeftirlit
Verksmiðja Málningar
Málning sú eina málningarverksmiðjan á Íslandi sem notar alfarið eigin uppskriftir við framleiðsluna.
Brynjar Bragason - Litun og gæðaeftirlit
Sigurður Viðarsson - Verkstjóri
- Sími: 5806063
- sigurdurv@malning.is
Viktor Örn Halldórsson - Lagerstjóri
- Sími: 5806024
- viktor@malning.is
Starfsmenn skrifstofu
Baldvin Valdimarsson - Framkvæmdastjóri
Haukur Baldvinsson - Aðstoðarframkvæmdarstjóri
- Sími: 580 6040
- haukur@malning.is
Hjörtur Bergstað - Stjórnarmaður
- Sími: 580 6071 / Farsími: 893 7475
- hjortur@malning.is
Kristján Ásgeirsson - Fjármálastjóri
- Sími: 580 6044 / Farsími: 863 8858
- kristjan@malning.is
Valdimar Bergstað - Stjórnarformaður
Aðalsteinn Auðunsson - Vörustjóri
- Sími: 580 6031
- adalsteinn@malning.is
Jón Þór Eyjólfsson - Innkaupastjórn
- Sími: 580 6043
- jonthor@malning.is
Andrea Bóel Bæringsdóttir - Aðalbókari
- Sími: 580 6042
- andrea@malning.is
Íris Áskels Jónsdóttir - Bókhald
- Sími: 580 6041
- iris@malning.is
Kolbrún Jónsdóttir - Ritari og afgreiðsla
- Sími: 580 6000
- kolla@malning.is
MÁLNINGAR
Málning hf var stofnað hinn 16. janúar 1953. Að stofnuninni stóðu fjölmargir aðilar, en þar voru fremst í flokki afkomendur Péturs Guðmundssonar í Málaranum.
Fyrsta aðsetur félagsins var gamalt skólahúsnæði við Kársnesbraut 32 í Kópavogi. Með tímanum var húsnæðið aðlagað að rekstrinum og stækkað með viðbyggingum. Árið 1981 var söludeild og lager flutt upp á Lyngháls 2, en framleiðslan og önnur starfssemi hélt áfram á gamla staðnum.
Þann 13. júlí 1987 dundi mikið reiðarslag yfir starfsemi Málningar þegar byggingin á Kársnesbrautinni gjöreyðilagðist í eldsvoða. Hér var um mikið tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón að ræða. Hráefni og vörur fyrir tugimilljóna urðu eldinum að bráð og húsnæðið upp á 2000 fm var rústir einar. En með miklu snarræði tókst að verja helstu framleiðsluvélarnar og gera þær tilbúnar til notkunar. Með samhentu átaki starfsfólks og eigenda félagsins tókst að hefja framleiðslu aðeins nokkrum dögum eftir brunann fyrst á Lynghálsi 2 en frá október 1987 á Funahöfða 9.
Þann 19. október 1998 flutti lager og söludeild starfssemi sína í glæsilegt þriggja hæða stórhýsi við Dalveg 18 í Kópavogi. Skömmu seinna eða 1. janúar 1999 flutti önnur starfssemi í húsið og var þá loksins allt komið undir einn hatt hjá Málningu hf. Húsið er hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt.
Fljótlega eftir stofnun félagsins var farið að framleiða og markaðssetja Spred Satin, sem er fyrsta vatnsþynnta málningin sem sett er á íslenskan markað. Hér var um mikið framfaraspor fyrir íslenska neytendur, sem þekktu ekkert annað enn mengandi olíumálningar á þessum tíma. Framleiðslu á Spred Satini lauk árið 1973. Við af henni tóku hinar fjölbreyttu Kópalvörur, sem enn í dag eru stór hluti af vöruúrvali fyrirtækisins. Málning hf hefur frá fyrstu tíð laggt mikla áherslu á vöruþróun og rannsóknir. Áhersla hefur verið lögð á gott samstarf við erlenda framleiðendur eins og Jotun í Noregi, Loba í Þýskalandi, Becker Acroma í Noregi o.fl. Málning hf er eitt málningarfyrirtækja á Íslandi sem tekur virkan þátt í sameiginlegum rannsóknarverkefnum með rannsóknarstofnunum innlendum, sem erlendum.
Innlend vöruþróun fyrir hinar séríslensku aðstæður er samt grunnurinn að flestum vörum félagsins. Má þar nefna utanhússmálninguna Steinvara 2000, viðarvarnarfjölskylduna Kjörvara og þakmálningarnar Þol og Akrýl Þol, sem er þynnanleg með vatni og síðasta afsprengið Epox 1, sem er vatnsþynnt epoxýlakk. Nánari upplýsingar um þessar og fleiri vörutegundir er að finna annars staðar á heimasíðunni. Málning hf hefur í gegnum tíðina selt nokkuð af málningu til ýmissa landa eins og Englands, Færeyja og Lettlands. Málning hf á í samstarfi við færeyjska fyrirtækið Kveik, sem framleiðir eftir framleiðsluleyfi frá Málningu.
Í byrjun árs 2010 festi Málning hf kaup á stórum hluta reksturs Slippfélagsins í Reykjavík, með þeim kaupum efldist fyrirtækið ennfrekar og er með þeim langstærsta fyrirtækið á Íslandi í málningariðnaði.
Málning hf hefur ávallt lagt kapp á að hafa innan sinna vébanda gott og vel menntað starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfa um þessar mundir 40 manns.
Stjórnarformaður Málningar hf er Valdimar Bergstað og framkvæmdastjóri er Baldvin Valdimarsson.
RANNSÓKNIR
Málning þróar vörur sínar á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Vörurnar eru þrautreyndar við íslenskar aðstæður. Málning býður upp á alla liti sem viðskiptavinurinn óskar. Eina málningar verksmiðjan á Íslandi og notar alfarið eigin uppskriftir við framleiðsluna.