Þeir Jon Salhus og Robert Osborg frá Jotun í Noregi héldu tvær kynningar nú í byrjun febrúar. Annars vegar messuðu þeir yfir málarameisturum á vegum Iðunnar fræðsluseturs og hins vegar var farið yfir ýmsa hluti yfirborðsmeðhöndlunar stálvirkja með tækni- og verkfræðingum á velsóttri ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica.
Samstarf Málningar hf og Jotun á málningarsviðinu á vörum til notkunar á stálvirki og skip hefur staðið yfir frá 1980 með stöðugt auknum umsvifum.