Ýmsar vörur
Showing all 10 resultsSorted by latest
-
KÓPAL UPPLEYSIR
KÓPAL UPPLEYSIR er vatnsþynntur málningar- og lakkuppleysir sem veldur ekki mengun við notkun. KÓPAL UPPLEYSIR er einstakur hvað eiginleika og samsetningu snertir og hefur því hlotið einkaleyfi. Eftir að efnið hefur verið borið á flötinn mýkist málningarfilman upp þannig að auðvelt er að fjarlægja hana. KÓPAL UPPLEYSIR er gelkenndur vökvi sem stendur vel á lóðréttum flötum.
Sjá vörulýsingu: KÓPAL UPPLEYSIR
Öryggisblað: KÓPAL UPPLEYSIR
-
FERNIS OLÍA
FERNIS OLÍA (fernis eða gljákvoða) er vökvi úr viðarolíum sem er notaður til hlífðar og fegurðar málverka. Olían er hrein jurtaolía gerð úr tvísoðinni línolíu. Hentar vel til meðhöndlunar á viði og náttúrustein.
Við meðhöndlun á viði og náttúrusteini er mælt með að þynna fyrstu umferð með terpentínu. Olían er borin á með pensli eða tusku og leyft að smjúga inn í viðinn í 15-20 mínútur, öll umframolía er þurrkuð af með klúti.
Yfirborðsþurrkur næst á 24 klst við stofuhita, gegnumþurrkur getur tekið fleiri daga. Klútur vættur í FERNIS OLÍU getur valdið sjálfíkveikju.
Sjá öryggisblað: FERNIS OLÍA
-
LOFTI 6
LOFTI 6
LOFTBLENDIEFNI (VINSOL RESIN)
Eiginleikar: LOFTI 6 myndar loft í sementsbundnum efnum, svo sem steinsteypu og múrblöndum.
Notkun: LOFTA 6 er blandað í tilbúna steypu eða múrblöndu. Blandið 25 – 50 ml af LOFTA 6 á móti 50 kg af sementi. Það dugar í flestum tilvikum til að framkalla 4% loft í blöndunni. Reiknað er með að minnsta kosti 3,5% loft gefi góða frostvörn. Athugið að ef loftmagnið fer yfir 6% þá er það talið veikja blönduna.Sjá öryggisblað: LOFTI 6