AKRÝL ÞOL
Akrýl – ÞOL er vatnsþynnt, hálfgljáandi akrýlmálning, sem er létt í notkun. Akrýl – ÞOL myndar filmu með mjög gott veðrunarþol og gljáheldni. Akrýl – ÞOL er einkum ætlað á bárujárn, ýmsar gerðir af klæðningum og aðra málmfleti utanhúss, þar sem mikið mæðir á og óskað er hálfgljáandi áferðar. Heimilt er að nota vöruna í Svansvottuð hús.
Sjá vörulýsingu: AKRÝL – ÞOL
Sjá öryggisblað: AKRÝL – ÞOL
Related products
-
REGNVARI 40
REGNVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani og síloxani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. REGNVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið.
Sjá vörulýsingu: REGNVARI 40
Sjá öryggisblað: REGNVARI 40 -
VATNSVARI V
VATNSVARI V er vatnsþynnanleg vatnsfæla, byggð á sílani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. VATNSVARI V er seldur sem þykkni og er að jafnaði þynntur rétt fyrir notkun.
VATNSVARI V er einfaldur í notkun og minnkar losun á lífrænum leysum samanborið við hefðbundnar vatnsfælur.
Sjá vörulýsingu: VATNSVARI V
Sjá öryggisblað: VATNSVARI V -
OXÝÐMENJA
Alkýð og olíubundin ryðvarnargrunnmálning með sínkfosfat/járnoxíð ryðvarnarefni. Alhliða ryðvarnargrunnmálning til notkunar beint á járn eða á veðrað sínkhúðað (galvaníserað) járn. OXÝÐMENJA er einkar heppileg á handhreinsað járn þar sem ryð er ekki unnt að fjarlægja að fullu.
Sjá vörulýsingu: OXÝÐMEJNA