REGNVARI 40
REGNVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani og síloxani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. REGNVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið.
Sjá vörulýsingu: REGNVARI 40
Sjá öryggisblað: REGNVARI 40
Related products
-
STEINGRUNNUR
STEINGRUNNUR er vatnsþynnanlegur bindigrunnur gerður úr sérstöku akrýlbindiefni, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Er einkum ætlaður til að grunna múr og steinsteypu utanhúss undir STEINTEX eða STEINSKJÓL þar sem nokkur duftsmitun er til staðar. Það má einnig nota hann til að grunna undir STEINÞYKKNI. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: STEINGRUNNUR
Sjá öryggisblað: STEINGRUNNUR -
STEINVARI MÚRGRUNNUR 03
MÚRGRUNNUR 03 er glær, þunnfljótandi, leysiefnaþynntur grunnur, sem sem smýgur afar vel. MÚRGRUNNUR 03 er einkum ætlaður til að grunna stein undir KÓPAL STEINÞYKKNI. Áburður: MÚRGRUNN 03 má bera á flötinn með pensli, rúllu, eða sprautu.
Sjá vörulýsingu: STEINVARI MÚRGRUNNUR 03
Sjá öryggisblað: STEINVARI MÚRGRUNNUR 03