STEINTEX
STEINTEX er emúlsjónsmálning gerð úr ósápanlegu akrýlbindiefni og lútarþolnum litar og fylliefnum. STEINTEX hefur sérstaka eiginleika til að hleypa raka auðveldlega í gegnum sig. STEINTEX er einkum hönnuð fyrir múr og steinsteypta fleti, þar sem krafist er lútarþols, mikils veðrunarþols og rakagegnstreymis. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Related products
-
STEINSKJÓL
STEINSKJÓL er vatnsþynnanleg akrýlmálning sem má mála með allt niður að 0°C. STEINSKJÓL hefur gott veðrunar- og teygjuþol, sem gefur möguleika á að brúa fíngerðar sprungur. STEINSKJÓL er sérlega hönnuð fyrir múr og stein-steypu utanhúss.
Sjá vörulýsingu: STEINSKJÓL
Sjá öryggisblað: STEINSKJÓL
-
VATNSVARI 40
VATNSVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. VATNSVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið.
Sjá vörulýsingu: VATNSVARI 40
Sjá öryggisblað: VATNSVARI 40 -
VATNSVARI V
VATNSVARI V er vatnsþynnanleg vatnsfæla, byggð á sílani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. VATNSVARI V er seldur sem þykkni og er að jafnaði þynntur rétt fyrir notkun.
VATNSVARI V er einfaldur í notkun og minnkar losun á lífrænum leysum samanborið við hefðbundnar vatnsfælur. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: VATNSVARI V
Sjá öryggisblað: VATNSVARI V