BREEAM – Vistvæn hönnun
BREEAM (Building Research Establishment Environmental Assessment Method) er eitt elsta og þekktasta vistvottunarkerfi í heimi. Kerfið er notað til að leggja mat á sjálfbærni í verkefnum tengdum aðalskipulagi, innviðum og byggingum.
Ólíkt kröfum Svansins þar sem kröfurnar eru alltaf þær sömu geta kröfur BREEAM til byggingarefna verið breytilegar eftir því hverskonar verkefni unnið er að. Tæknilegir staðlar fyrir BREEAM skiptast í 5 megin flokka og einnig er hægt að fá sér kröfur fyrir verkefni. Þar af leiðandi er ekki hægt að fullyrða að byggingarefni uppfylli BREEAM kröfur heldur þarf að skoða það fyrir hvert verkefni fyrir sig.
Ef litið er sérstaklega til málningar og krafa BREEAM þá uppfyllir öll KÓPAL málning og grunnar kröfur um endurnýjun á húsnæði (sjá BREEAM lRFO2015).
Strangari kröfur eru svo gerðar fyrir málun á húsnæði sem er í notkun í þeim tilfellum er mælst til að notaðar séu umhverfisvottaðar vörur t.a.m. Svans vottaðar vörur (sjá BREEAM In-Use International Technical Manual Version 6.0.0).