Málning hf hefur yfir að ráða um 260 hráefnum til málningarframleiðslu sinnar. Af þessum fjölda flokkast um 90 hráefni sem merkingarskyld, ef magn þeirra fer yfir ákv. viðmiðunarmörk skv. reglugerð nr. 236/1990 og nr. 921/2000 ásamt síðari breytingum. Við hjá Málningu hf höfum farið þá leið að notast við hefðbundna flokkun efna til málningarframleiðslu og gefum síðan upp magn þriggja stærstu hráefnanna í hverjum flokki. Þessir flokkar eru bindiefni vatnsþynnanleg, bindiefni leysiefnaþynnanleg, fylliefni, litarefni, upplausnarefni og hjálparefni.

Allt frá fyrstu tíð við gerð græns bókhalds hafa þessar tölur verið gefnar upp sem hlutfallstölur m.v. magn 2003 sem grunnár. Þar sem Málning hf er eini framleiðandinn að málningu á Íslandi og þar með eina slíka fyrirtækið sem þarf að sækja um starfsleyfi fyrir starfsemi sína var ákveðið að gefa upp rauntölur í þessari skýrslu.

Frekari upplýsingar og skýrslur má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar: Grænt bókhald

TOP