Umhverfisvæn Málning
Málning hf hefur frá upphafi leitast við að vera leiðandi í umhverfismálum og framleiða bestu málninguna fyrir íslenskar aðstæður.
Árið 1991 kynnti Málning til leiks umhverfisvæna innimálningu merkta undir heitinu „0% lífræn leysiefni“ og braut þannig blað í íslenskri málningarsögu.
Frá þeim tíma hafði mikið vatn runnið til sjávar og í stað þess að hvert fyrirtæki fyrir sig framleiddi eftir eigin umhverfiskröfum fóru samtök og stofnanir að bjóða upp á eigin umhverfisvottanir. Þar má meðal annars nefna Svaninn á Norðurlöndum, Bláa engilinn í Þýskalandi og Blóm Evrópusambandsins. Allar þessar vottanir stuðla að því að neytandinn fái í hendurnar sem umhverfisvænasta vöru sem hægt er að treysta, engu að síður getur aðferðarfræði og kröfur hvers ferlist litið mismunandi út.
Eftir að hafa kynnt sér málið ákvað Málning að sækja um Svaninn og fékk dygga aðstoð Umhverfisstofnunar við umsóknina og aðlögun umhverfiskrafna. Árið 2018 hlaut Málning hf svo vottun Norræna umhverfismerkisins og leyfi til að merkja tæplega 30 vörur með merki Svansins.