Innanhúss
Showing 13–24 of 29 resultsSorted by price: low to high
-
KÓPAL PERLA
KÓPAL PERLA er þykkfljótandi emúlsjónsmálning gerð úr ósápanlegu akrýlbindiefni, litar- og fylliefnum. KÓPAL PERLA er undirmálning, sem ætluð er til innanhússnotkunar á veggi og loft þar sem óskað er eftir fínmynstraðri áferð „perluáferð”.
Sjá vörulýsingu: KÓPAL PERLA
Sjá öryggisblað: KÓPAL PERLA
-
KÓPAL 2
KÓPAL 2 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning, sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 2 hylur sérlega vel og gefur mjög jafna áferð. KÓPAL 2 er sérlega gerð til að mála loft innanhúss og hentar einkar vel þar sem birtan gerir miklar kröfur um jafna áferð.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
-
KÓPAL 25
KÓPAL 25 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning, sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eðaformaldehýð. KÓPAL 25 hylur sérlega vel og hefur mikla þvottheldni. KÓPAL 25 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 25 er sérlega hentug á ganga, stofur, svefnherbergi o.fl. þar sem óskað er eilítið hærri gljáa en það sem algengast er notað.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
Sjá vörulýsingu: KÓPAL 25
Sjá öryggisblað: KÓPAL 25 -
KÓPAL 4
KÓPAL 4 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 4 hylur einstaklega vel, hefur mjög góða þvottheldni og ýrist lítið við rúllun. KÓPAL 4 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 4 er sérlega hentug á stofur og víðar þar sem óskað er mattrar áferðar án þess að slakað sé á kröfum um þvottheldni.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
-
KÓPAL PERLULAKK 40/80
KÓPAL PERLULAKK er lyktarlítið vatnsþynnanlegt akrýllakk, sem er hraðþornandi og gulnar ekki. KÓPAL PERLULAKK flýtur sérlega vel, myndar harða og áferðarfallega filmu. KÓPAL PERLULAKK er ætlað til notkunar innanhúss á glugga, hurðir, karma, húsgögn o.fl., þar sem silkimattrar eða gljáandi áferðar er óskað. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL PERLULAKK 40/80
Sjá öryggisblað: KÓPAL PERLULAKK 40/80 -
FERNIS OLÍA
FERNIS OLÍA (fernis eða gljákvoða) er vökvi úr viðarolíum sem er notaður til hlífðar og fegurðar málverka. Olían er hrein jurtaolía gerð úr tvísoðinni línolíu. Hentar vel til meðhöndlunar á viði og náttúrustein.
Við meðhöndlun á viði og náttúrusteini er mælt með að þynna fyrstu umferð með terpentínu. Olían er borin á með pensli eða tusku og leyft að smjúga inn í viðinn í 15-20 mínútur, öll umframolía er þurrkuð af með klúti.
Yfirborðsþurrkur næst á 24 klst við stofuhita, gegnumþurrkur getur tekið fleiri daga. Klútur vættur í FERNIS OLÍU getur valdið sjálfíkveikju.
Sjá öryggisblað: FERNIS OLÍA
-
LOBADUR EasyPrime
LOBADUR WS EasyPrime er glær, einþátta, vatnsþynnanlegur pólýúretan/akrýl grunnur. LOBADUR WS EasyPrime er ætlað sem grunnur á parket og önnur viðargólf í ljósum viðartegundum. LOBADUR WS EasyPrime má bera á flötinn með pensli eða rúllu . Mikilvægt er að efnisáburður sé jafn og í samræmi við fyrirskrifaða efnisnotkun.
Tæknilýsing: LOBADUR EASYPRIME
Frekari upplýsingar: LOBADUR EASYPRIME -
LOBADUR 2K Duo
LOBADUR 2K Duo er glært, tvíþátta, vatnsþynnanlegt, 100% pólýúretanlakk með einstakt slitþol. LOBADUR 2K Duo er einkum ætlað á parket og önnur viðargólf, þar sem hæstu kröfur eru gerðar til slitstyrks. Einnig hefur fengist góð reynsla á notkun þess á steypt og flotuð gólf, leitið upplýsinga til sölumanna Málningar fyrir leiðbeiningar.
LOBADUR 2K Duo má bera á flötinn með pensli, rúllu eða filtpúða. Mikilvægt er að efnisáburður sé jafn og í samræmi við fyrirskrifaða efnisnotkun. Fyrir notkun skal blanda herði tryggilega saman við lakkið í fyrir skrifuðum rúmmálshlutföllum, blandan hefur takmarkaðan notatíma.
Tæknilýsing: 2K DUO MATT
Tæknilýsing: 2K DUO EXTRAMATT
Frekari upplýsingar: 2K DUO