BLÆR 30 – BLÆR 90
BLÆR er fljótþornandi alkýðbundið lakk, sem er afar létt í notkun, flýtur vel og myndar sterka og áferðarfallega filmu. BLÆR er einkum ætlaður til innanhússnotkunar á hurðir, húsgögn, glugga og aðra fleti þar sem hálfgljáandi, 30 eða hágljáandi, 90 lakkáferðar er óskað.
Sjá vörulýsingu: BLÆR 30-90
Sjá öryggisblað: BLÆR 30 – 90
Related products
-
LOFT- OG VEGGMÁLNING
LOFT- OG VEGGMÁLNING er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. LOFT- OG VEGGMÁLNING hefur miðlungs hulu og sæmilega þvottheldni. LOFT- OG VEGGMÁLNING er einkum ætluð á fleti sem minna mæðir á, hvort sem er loft eða veggi. Einnig sem undirmálning undir KÓPAL GLITRU, KÓPAL BIRTU eða KÓPAL FLOS, hvort sem er á steinsteypta fleti, múr, tré eða spónaplötur innanhúss.
Sjá vörulýsingu: LOFT OG VEGGMÁLNING
-
KÓPAL 4
KÓPAL 4 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 4 hylur einstaklega vel, hefur mjög góða þvottheldni og ýrist lítið við rúllun. KÓPAL 4 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 4 er sérlega hentug á stofur og víðar þar sem óskað er mattrar áferðar án þess að slakað sé á kröfum um þvottheldni.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
-
AKRÝLLAKK 03
AKRÝLLAKK 03 er vatnsþynnt mött akrýllakkmálning.
AKRÝLLAKK 03 er sérlega ætlað á sjónsteypu innanhúss þar sem kröfur eru gerðar til að áferð steinsins haldist sem mest í óbreyttri mynd. Lakkið hentar einnig utandyra eftir meðhöndlun með vatnsfælu.
AKRÝLLAKK 03 er fremur þunnfljótandi og hentar vel þar sem ekki er óskað eftir mikilli fyllingu á fletinum. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).Sjá vörulýsingu: AKRÝLLAKK 03
Sjá öryggisblað: AKRÝLLAKK 03