FERNIS OLÍA
FERNIS OLÍA (fernis eða gljákvoða) er vökvi úr viðarolíum sem er notaður til hlífðar og fegurðar málverka. Olían er hrein jurtaolía gerð úr tvísoðinni línolíu. Hentar vel til meðhöndlunar á viði og náttúrustein.
Við meðhöndlun á viði og náttúrusteini er mælt með að þynna fyrstu umferð með terpentínu. Olían er borin á með pensli eða tusku og leyft að smjúga inn í viðinn í 15-20 mínútur, öll umframolía er þurrkuð af með klúti.
Yfirborðsþurrkur næst á 24 klst við stofuhita, gegnumþurrkur getur tekið fleiri daga. Klútur vættur í FERNIS OLÍU getur valdið sjálfíkveikju.
Sjá öryggisblað: FERNIS OLÍA
Categories: Glær viðar- og parketlökk, Ýmsar vörur