LOBADUR 2K Duo
LOBADUR 2K Duo er glært, tvíþátta, vatnsþynnanlegt, 100% pólýúretanlakk með einstakt slitþol. LOBADUR 2K Duo er einkum ætlað á parket og önnur viðargólf, þar sem hæstu kröfur eru gerðar til slitstyrks. Einnig hefur fengist góð reynsla á notkun þess á steypt og flotuð gólf, leitið upplýsinga til sölumanna Málningar fyrir leiðbeiningar.
LOBADUR 2K Duo má bera á flötinn með pensli, rúllu eða filtpúða. Mikilvægt er að efnisáburður sé jafn og í samræmi við fyrirskrifaða efnisnotkun. Fyrir notkun skal blanda herði tryggilega saman við lakkið í fyrir skrifuðum rúmmálshlutföllum, blandan hefur takmarkaðan notatíma.
Tæknilýsing: 2K DUO MATT
Tæknilýsing: 2K DUO EXTRAMATT
Frekari upplýsingar: 2K DUO
Related products
-
KJARNALAKK, SILKIMATT OG HÁGLJÁANDI
KJARNALAKK er glært, einþátta pólýúreþanlakk, gert úr arómatísku pólýísósýanati og leysiefnum. KJARNALAKK er vætandi lakk með góðri fyllingu og er í hópi slitsterkustu, efnaþolnustu og veðurheldnustu lakka sem völ er á í dag. KJARNALAKK harðnar fyrir áhrif raka andrúmsloftsins og harðnar því fyrr sem raka og hitastig er hærra. -V-55, SILKIMATT / V-95, HÁGLJÁANDI I.
Sjá vörulýsingu: KJARNALAKK
Sjá öryggisblað: KJARNALAKK V 55 V 95 -
FERNIS OLÍA
FERNIS OLÍA (fernis eða gljákvoða) er vökvi úr viðarolíum sem er notaður til hlífðar og fegurðar málverka. Olían er hrein jurtaolía gerð úr tvísoðinni línolíu. Hentar vel til meðhöndlunar á viði og náttúrustein.
Við meðhöndlun á viði og náttúrusteini er mælt með að þynna fyrstu umferð með terpentínu. Olían er borin á með pensli eða tusku og leyft að smjúga inn í viðinn í 15-20 mínútur, öll umframolía er þurrkuð af með klúti.
Yfirborðsþurrkur næst á 24 klst við stofuhita, gegnumþurrkur getur tekið fleiri daga. Klútur vættur í FERNIS OLÍU getur valdið sjálfíkveikju.
Sjá öryggisblað: FERNIS OLÍA