LOFT- OG VEGGMÁLNING
LOFT- OG VEGGMÁLNING er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. LOFT- OG VEGGMÁLNING hefur miðlungs hulu og sæmilega þvottheldni. LOFT- OG VEGGMÁLNING er einkum ætluð á fleti sem minna mæðir á, hvort sem er loft eða veggi. Einnig sem undirmálning undir KÓPAL GLITRU, KÓPAL BIRTU eða KÓPAL FLOS, hvort sem er á steinsteypta fleti, múr, tré eða spónaplötur innanhúss.
Sjá vörulýsingu: LOFT OG VEGGMÁLNING
Related products
-
KÓPAL 2
KÓPAL 2 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning, sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 2 hylur sérlega vel og gefur mjög jafna áferð. KÓPAL 2 er sérlega gerð til að mála loft innanhúss og hentar einkar vel þar sem birtan gerir miklar kröfur um jafna áferð.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
-
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er vatnsþynnt mött akrýlmálning. Málningin inniheldur mygluvarnarefni sem ver málningarfilmuna.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er einkum ætluð til málunar á loftum og veggjum innanhúss. Hentar sérstaklega vel þar sem mikið raka- og þvottaálag er til staðar t.d. í eldhúsi, þvottahúsi og í léttum iðnaði.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er létt í notkun hylur vel, hefur einstaklega góða þvottheldni og gefur mjög fallega áferð.
Heimilt er að nota vöruna í Svansvottuð hús.Sjá vörulýsingu: KÓPAL AKRÝLHÚÐ
Sjá öryggisblað: KÓPAL AKRÝLHÚÐ