STEINTEX
STEINTEX er emúlsjónsmálning gerð úr ósápanlegu akrýlbindiefni og lútarþolnum litar og fylliefnum. STEINTEX hefur sérstaka eiginleika til að hleypa raka auðveldlega í gegnum sig. STEINTEX er einkum hönnuð fyrir múr og steinsteypta fleti, þar sem krafist er lútarþols, mikils veðrunarþols og rakagegnstreymis. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Related products
-
STEINGRUNNUR
STEINGRUNNUR er vatnsþynnanlegur bindigrunnur gerður úr sérstöku akrýlbindiefni, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Er einkum ætlaður til að grunna múr og steinsteypu utanhúss undir STEINTEX eða STEINSKJÓL þar sem nokkur duftsmitun er til staðar. Það má einnig nota hann til að grunna undir STEINÞYKKNI. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: STEINGRUNNUR
Sjá öryggisblað: STEINGRUNNUR -
STEINAKRÝL
STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg akrýlmálning, sem þornar eingöngu við uppgufun leysiefna. STEINAKRÝL er sérstaklega hannað til notkunar á múr og steinsteypta fleti utanhúss við íslenskar aðstæður. STEINAKRÝL er mjög veðurheldið, hefur frábært alkalíþol og viðloðun við stein, er ágætlega þétt gegn vatni (slagregni) en hleypir þó auðveldlegaí gegnum sig raka úr steinveggjum.
Sökum einstakra eiginleika er STEINAKRÝL notuð sem vitamálning.Sjá vörulýsingu: STEINAKRÝL
Sjá öryggisblað: STEINAKRYL