STEINÞYKKNI
STEINÞYKKNI er einþátta, vatnsþynnanleg akrýlmálning, sem myndar mjög teygjanlega filmu, jafnvel við lágt hitastig. STEINÞYKKNI er einkum ætlað á vatnsbretti, ofan á veggi og fleiri slíka lárétta og lítið hallandi steinfleti, til að þétta gegn vatni og brúa fíngerðar sprungur.
Sjá vörulýsingu: STEINÞYKKNI
Related products
-
STEINVARI 2000
STEINVARI 2000 er terpentínuþynnanleg akrýlbundin málning, sem hefur þá einstöku eiginleika að vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi vel í gegnum sig eða um tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. STEINVARI 2000 fullnægir ítrustu kröfum um yfirborðsmeðhöndlun á múr og steinsteyptum flötum utanhúss þar sem hann er gæddur sérkostum.
Sjá vörulýsingu: STEINVARI 2000
Sjá öryggisblað: STEINVARI 2000 -
STEINGRUNNUR
STEINGRUNNUR er vatnsþynnanlegur bindigrunnur gerður úr sérstöku akrýlbindiefni, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Er einkum ætlaður til að grunna múr og steinsteypu utanhúss undir STEINTEX eða STEINSKJÓL þar sem nokkur duftsmitun er til staðar. Það má einnig nota hann til að grunna undir STEINÞYKKNI. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: STEINGRUNNUR
Sjá öryggisblað: STEINGRUNNUR