KÓPAL 10
KÓPAL 10 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 10 hylur einstaklega vel, hefur mjög góða þvottheldni og ýrist lítið við rúllun. KÓPAL 10 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 10 er sérlega hentug á stofur, ganga og svefnherbergi þar sem óskað er hálfmattrar áferðar.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
Related products
-
Svansvottuð hús
Til að málning fái að bera Svaninn þarf hún að uppfylla strangar kröfur um framleiðslu og innihald. Öll hráefni í málningunni þurfa að fá samþykki Svansins. Meðal þeirra krafna sem gerðar eru til Svans merktrar málningar eru að þau mega ekki innihalda nanóefni, þungmálma, efni sem geta verið hættuleg eða valdið skaða á umhverfinu. Eins eru settar strangar kröfur um notkun rotvarnarefna og lífrænna leysiefna. Svansvottaðar vörur Málingar.
Til að vara sé leyfð í Svansvottuð hús þarf hún að uppfylla nokkuð strangar kröfur um skaðleg innihaldsefni en kröfur fyrir Svansvottun eru mun strangari. Vörur sem eru samþykktar í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur) eru einkenndar með grænu húsi til einföldunar fyrir viðskiptavini.
Vörur sem eru leyfðar í Svansvottuð hús: Listi
-
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er vatnsþynnt mött akrýlmálning. Málningin inniheldur mygluvarnarefni sem ver málningarfilmuna.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er einkum ætluð til málunar á loftum og veggjum innanhúss. Hentar sérstaklega vel þar sem mikið raka- og þvottaálag er til staðar t.d. í eldhúsi, þvottahúsi og í léttum iðnaði.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er létt í notkun hylur vel, hefur einstaklega góða þvottheldni og gefur mjög fallega áferð.
Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).Sjá vörulýsingu: KÓPAL AKRÝLHÚÐ
Sjá öryggisblað: KÓPAL AKRÝLHÚÐ -
KÓPAL 4
KÓPAL 4 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 4 hylur einstaklega vel, hefur mjög góða þvottheldni og ýrist lítið við rúllun. KÓPAL 4 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 4 er sérlega hentug á stofur og víðar þar sem óskað er mattrar áferðar án þess að slakað sé á kröfum um þvottheldni.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.