Við eflum vörumerkið STEINVARI með því að setja allar vörur okkar sem á að nota á múr og stein undir einn hatt. Eldri vörur hafa verið bættar á ýmsa vegu, svo sem bætt vinnsla og betri hula. Nýjar vörur koma inn til að fullkomna vöruvalið.
Fjölskyldan STEINVARI hefur nú að geyma vörurnar:
STEINVARI 2000 – yfirmálning í hæsta gæðaflokki.
STEINVARI STEINAKRÝL– öflug grunn- og yfirmálning.
STEINVARI STEINTEX– vatnsþynnt yfirmálning með mjög góða hulu.
STEINVARI STEINÞYKKNI– teygjanleg þykkhúð til að loka láréttum og lítið hallandi flötum.
STEINVARI STEINGRUNNUR– vatnsþynntur viðloðunargrunnur. NÝ VARA.
STEINVARI STEINSKJÓL– vatnsþynnt yfirmálning, sem nota má niður að 0°C hitastigi. Hefur einnig teygju til að brúa minni sprungur. NÝ VARA.