Verklýsingar viðarvörn
Hér má finna verklýsingar fyrir viðarvörn. Verklýsingarnar eru allar á PDF. Smelltu á heiti varanna í PDF skjalinu sem flytur þig til þeirra. Þú getur líka skoðað vörurnar fyrir viðarvörn og annað tréverk hér fyrir neðan.
Opið virka daga kl. 07:30-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00.
Sími 580 6000
Email: malning@malning.is
Málning hf
Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Hér má finna verklýsingar fyrir viðarvörn. Verklýsingarnar eru allar á PDF. Smelltu á heiti varanna í PDF skjalinu sem flytur þig til þeirra. Þú getur líka skoðað vörurnar fyrir viðarvörn og annað tréverk hér fyrir neðan.
KJÖRVARI 12 er olíubundin viðarvörn, sem smýgur vel inn í viðinn, veitir honum góða vatnsvörn og hamlar gegn sprungumyndun. KJÖRVARI 12 er einkum ætlaður á gagnvarinn við utanhúss t.d. á palla, skjólveggi o.fl. Bestur verður árangurinn ef viðurinn er varinn algjörlega óveðraður.
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 12 Pallaolía
Sjá öryggisblað: Kjörvari 12 – Pallaolía
KJÖRVARI 14 er gagnsæ viðarvörn, gerð úr vatnsheldum alkýðolíum, öflugum fúa- og rotvarnarefnum og ljósheldum litarefnum. KJÖRVARI 14 er þunnfljótandi, smýgur vel inn í viðinn og hleypir raka úr viðnum auðveldlega í gegnum sig. KJÖRVARI 14 er ætlaður á hvers konar við, heflaðan sem óheflaðan, einkum utanhúss þar sem þess er óskað að viðaráferð sjáist. Kjörvaraborinn viður hefur ekki áhrif á nærliggjandi gróður og hentar því vel t.d. á tréverk gróðurhúsa.
Sjá vörulýsingu: KJÖRVARI 14
Sjá öryggisblað: KJÖRVARI 14
KJÖRVARI 16 er alkýðolíubundin viðarvörn, sem ver viðinn niðurbroti af völdum sólarljóss. KJÖRVARI 16 myndar mjúka filmu með gott veðrunarþol. KJÖRVARI 16 er einkum ætlaður á hvers konar við utanhúss, þar sem óskað er hyljandi áferðar án þess að viðaráferðin tapist.
Sjá vörulýsingu: KJÖRVARI 16
Sjá öryggisblað: KJÖRVARI 16
Í KJÖRVARA 22 eru öflug rotvarnarefni og mjög ljósheld litarefni bundin vatnsheldum alkýðolíum. KJÖRVARI 22 er þunnfljótandi, smýgur vel inn í viðinn og veitir góða vörn gegn veðrun. KJÖRVARI 22 er gagnsæ viðarvörn einkum ætluð á gagnvarinn við utanhúss, t.d. palla, skjólveggi o.fl. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 22
Sjá öryggisblað: Kjörvari 22
KJÖRVARI 24 er vatnsþynnt, þunnfljótandi alkýðbundin viðarvörn með öflugum rotvarnarefnum og litarefnum sem verja viðinn vel gegn niðurbroti af völdum sólarljóssins en hylja ekki viðaræðarnar, heldur framkalla og skýra þær. KJÖRVARI 24 er ætlaður á hvers konar við, heflaðan sem óheflaðan, einkum utanhúss þar sem þess er óskað að viðaráferð sjáist. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: Kjörvari 24
Sjá öryggisblað: Kjörvari 24
KJÖRVARI 20 er vatnsþynnanleg, hyljandi viðarvörn, sem ver viðinn niðurbroti af völdum sólarljóss. KJÖRVARI 20 er gerður úr ljósheldum litarefnum, öflugum fúa- og rotvarnarefnum, blöndu af feitu alkýði og 100% akrýlemúlsjón, sem gefur teygjanlega filmu, án þess að viðarmynstur glatist. KJÖRVARI 20 hefur frábært vatns- og veðrunarþol og hleypir raka úr viðnum auðveldlega gegnum sig. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KJÖRVARI 20
Sjá öryggisblað: KJÖRVARI 20