Innanhúss
Showing 13–24 of 29 results
-
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er vatnsþynnt mött akrýlmálning. Málningin inniheldur mygluvarnarefni sem ver málningarfilmuna.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er einkum ætluð til málunar á loftum og veggjum innanhúss. Hentar sérstaklega vel þar sem mikið raka- og þvottaálag er til staðar t.d. í eldhúsi, þvottahúsi og í léttum iðnaði.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er létt í notkun hylur vel, hefur einstaklega góða þvottheldni og gefur mjög fallega áferð.
Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).Sjá vörulýsingu: KÓPAL AKRÝLHÚÐ
Sjá öryggisblað: KÓPAL AKRÝLHÚÐ -
KÓPAL FS GRUNNUR
KÓPAL FS-GRUNNUR er mött, vatnsþynnanleg, akrýlbundin grunnmálning án mengunar af leysiefnum. KÓPAL FS-GRUNNUR fyllir vel og er mjög auðvelt að slípa. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL FS-GRUNNUR
Sjá öryggisblað: KÓPAL FS-GRUNNUR
-
KÓPAL FYLLIGRUNNUR
KÓPAL FYLLIGRUNNUR er vatnsþynnt, lyktarlaus grunnmálning sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL FYLLIGRUNNUR er með hátt þurrefni og fyllir mjög vel.
KÓPAL FYLLIGRUNNUR er viðurkennd umhverfisvæn grunnmálning vottuð með Svansmerkinu.
Sjá vörulýsingu: KOPAL FYLLIGRUNNUR
Sjá öryggisblað: KÓPAL FYLLIGRUNNUR
-
KÓPAL GÓLFGRUNNUR
KÓPAL GÓLFGRUNNUR er vatnsþynnanlegur akrýl bindigrunnur, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Bætir viðloðun og vatnsþol GRANÍTLAKKS. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL GÓLFGRUNNUR
Sjá öryggisblað: KÓPAL GÓLFGRUNNUR -
KÓPAL GRANÍTLAKK
KÓPAL GRANÍTLAKK er slitsterk vatnsþynnanleg málning úr sérvalinni blöndu af Akrýl og Polýúretan bindiefnum sem gulna ekki. Það er auðvelt að bera málninguna á, hún flýtur vel, þornar fljótt og gefur fallegt útlit. Er einkum ætluð á gólf og stiga á heimilum, í geymslum, tæknirýmum, atvinnuhúsnæði og víðar þar sem slitálag er ekki mjög mikið. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL GRANÍTLAKK
Sjá öryggisblað: KÓPAL GRANÍTLAKK -
KÓPAL GRUNNAL
KÓPAL GRUNNAL er mött, vatnsþynnanleg, akrýlbundin grunnmálning án mengunar af leysiefnum. KÓPAL GRUNNAL hefur góða viðloðun við flest byggingarefni og inniheldur efni sem hindra blæðingu á t.d. kaffi, nikótíntjöru, ryði o.fl. í gegnum málningarfilmuna. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL GRUNNAL
Sjá öryggisblað: KÓPAL GRUNNAL
-
KÓPAL LEIFTURLAKK
KÓPAL LEIFTURLAKK er glært, vatnsþynnanlegt, lyktarlaust akrýllakk án mengunar af lífrænum leysiefnum. KÓPAL LEIFTURLAKK flýtur vel og myndar lakkfilmu sem gulnar ekki. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL LEIFTURLAKK
Sjá öryggisblað: KÓPAL LEIFTURLAKK
-
KÓPAL PERLA
KÓPAL PERLA er þykkfljótandi emúlsjónsmálning gerð úr ósápanlegu akrýlbindiefni, litar- og fylliefnum. KÓPAL PERLA er undirmálning, sem ætluð er til innanhússnotkunar á veggi og loft þar sem óskað er eftir fínmynstraðri áferð „perluáferð”.
Sjá vörulýsingu: KÓPAL PERLA
Sjá öryggisblað: KÓPAL PERLA
-
KÓPAL PERLULAKK 40/80
KÓPAL PERLULAKK er lyktarlítið vatnsþynnanlegt akrýllakk, sem er hraðþornandi og gulnar ekki. KÓPAL PERLULAKK flýtur sérlega vel, myndar harða og áferðarfallega filmu. KÓPAL PERLULAKK er ætlað til notkunar innanhúss á glugga, hurðir, karma, húsgögn o.fl., þar sem silkimattrar eða gljáandi áferðar er óskað. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL PERLULAKK 40/80
Sjá öryggisblað: KÓPAL PERLULAKK 40/80 -
LOBADUR 2K Duo
LOBADUR 2K Duo er glært, tvíþátta, vatnsþynnanlegt, 100% pólýúretanlakk með einstakt slitþol. LOBADUR 2K Duo er einkum ætlað á parket og önnur viðargólf, þar sem hæstu kröfur eru gerðar til slitstyrks. Einnig hefur fengist góð reynsla á notkun þess á steypt og flotuð gólf, leitið upplýsinga til sölumanna Málningar fyrir leiðbeiningar.
LOBADUR 2K Duo má bera á flötinn með pensli, rúllu eða filtpúða. Mikilvægt er að efnisáburður sé jafn og í samræmi við fyrirskrifaða efnisnotkun. Fyrir notkun skal blanda herði tryggilega saman við lakkið í fyrir skrifuðum rúmmálshlutföllum, blandan hefur takmarkaðan notatíma.
Tæknilýsing: 2K DUO MATT
Tæknilýsing: 2K DUO EXTRAMATT
Frekari upplýsingar: 2K DUO