Showing 73–84 of 151 resultsSorted by latest
Opið virka daga kl. 07:30-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00.
Sími 580 6000
Email: malning@malning.is
Málning hf
Dalvegi 18, 201 Kópavogur
KÓPAL 2 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning, sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 2 hylur sérlega vel og gefur mjög jafna áferð. KÓPAL 2 er sérlega gerð til að mála loft innanhúss og hentar einkar vel þar sem birtan gerir miklar kröfur um jafna áferð.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
KÓPAL 4 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 4 hylur einstaklega vel, hefur mjög góða þvottheldni og ýrist lítið við rúllun. KÓPAL 4 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 4 er sérlega hentug á stofur og víðar þar sem óskað er mattrar áferðar án þess að slakað sé á kröfum um þvottheldni.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
KÓPAL 10 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. KÓPAL 10 hylur einstaklega vel, hefur mjög góða þvottheldni og ýrist lítið við rúllun. KÓPAL 10 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 10 er sérlega hentug á stofur, ganga og svefnherbergi þar sem óskað er hálfmattrar áferðar.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
KÓPAL 25 er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning, sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eðaformaldehýð. KÓPAL 25 hylur sérlega vel og hefur mikla þvottheldni. KÓPAL 25 er einkum ætluð til að mála veggi innanhúss. KÓPAL 25 er sérlega hentug á ganga, stofur, svefnherbergi o.fl. þar sem óskað er eilítið hærri gljáa en það sem algengast er notað.
KÓPAL INNIMÁLNING er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
Sjá vörulýsingu: KÓPAL 25
Sjá öryggisblað: KÓPAL 25
KÓPAL GRANÍTLAKK er slitsterk vatnsþynnanleg málning úr sérvalinni blöndu af Akrýl og Polýúretan bindiefnum sem gulna ekki. Það er auðvelt að bera málninguna á, hún flýtur vel, þornar fljótt og gefur fallegt útlit. Er einkum ætluð á gólf og stiga á heimilum, í geymslum, tæknirýmum, atvinnuhúsnæði og víðar þar sem slitálag er ekki mjög mikið. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL GRANÍTLAKK
Sjá öryggisblað: KÓPAL GRANÍTLAKK
STEINSKJÓL er vatnsþynnanleg akrýlmálning sem má mála með allt niður að 0°C. STEINSKJÓL hefur gott veðrunar- og teygjuþol, sem gefur möguleika á að brúa fíngerðar sprungur. STEINSKJÓL er sérlega hönnuð fyrir múr og stein-steypu utanhúss.
Sjá vörulýsingu: STEINSKJÓL
Sjá öryggisblað: STEINSKJÓL
STEINVARI 2000 er terpentínuþynnanleg akrýlbundin málning, sem hefur þá einstöku eiginleika að vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi vel í gegnum sig eða um tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. STEINVARI 2000 fullnægir ítrustu kröfum um yfirborðsmeðhöndlun á múr og steinsteyptum flötum utanhúss þar sem hann er gæddur sérkostum.
Sjá vörulýsingu: STEINVARI 2000
Sjá öryggisblað: STEINVARI 2000
STEINGRUNNUR er vatnsþynnanlegur bindigrunnur gerður úr sérstöku akrýlbindiefni, sem smýgur vel og bindur laust yfirborð. Er einkum ætlaður til að grunna múr og steinsteypu utanhúss undir STEINTEX eða STEINSKJÓL þar sem nokkur duftsmitun er til staðar. Það má einnig nota hann til að grunna undir STEINÞYKKNI. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: STEINGRUNNUR
Sjá öryggisblað: STEINGRUNNUR
STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg akrýlmálning, sem þornar eingöngu við uppgufun leysiefna. STEINAKRÝL er sérstaklega hannað til notkunar á múr og steinsteypta fleti utanhúss við íslenskar aðstæður. STEINAKRÝL er mjög veðurheldið, hefur frábært alkalíþol og viðloðun við stein, er ágætlega þétt gegn vatni (slagregni) en hleypir þó auðveldlegaí gegnum sig raka úr steinveggjum.
Sökum einstakra eiginleika er STEINAKRÝL notuð sem vitamálning.
Sjá vörulýsingu: STEINAKRÝL
Sjá öryggisblað: STEINAKRYL
MÚRGRUNNUR 03 er glær, þunnfljótandi, leysiefnaþynntur grunnur, sem sem smýgur afar vel. MÚRGRUNNUR 03 er einkum ætlaður til að grunna stein undir KÓPAL STEINÞYKKNI. Áburður: MÚRGRUNN 03 má bera á flötinn með pensli, rúllu, eða sprautu.
Sjá vörulýsingu: STEINVARI MÚRGRUNNUR 03
Sjá öryggisblað: STEINVARI MÚRGRUNNUR 03
VATNSVARI V er vatnsþynnanleg vatnsfæla, byggð á sílani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. VATNSVARI V er seldur sem þykkni og er að jafnaði þynntur rétt fyrir notkun.
VATNSVARI V er einfaldur í notkun og minnkar losun á lífrænum leysum samanborið við hefðbundnar vatnsfælur. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: VATNSVARI V
Sjá öryggisblað: VATNSVARI V
VATNSVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. VATNSVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið.
Sjá vörulýsingu: VATNSVARI 40
Sjá öryggisblað: VATNSVARI 40
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er vatnsþynnt mött akrýlmálning. Málningin inniheldur mygluvarnarefni sem ver málningarfilmuna.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er einkum ætluð til málunar á loftum og veggjum innanhúss. Hentar sérstaklega vel þar sem mikið raka- og þvottaálag er til staðar t.d. í eldhúsi, þvottahúsi og í léttum iðnaði.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ 7 er létt í notkun hylur vel, hefur einstaklega góða þvottheldni og gefur mjög fallega áferð.
Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: KÓPAL AKRÝLHÚÐ
Sjá öryggisblað: KÓPAL AKRÝLHÚÐ
KÓPAL AKRÝLHÚÐ er vatnsþynnt akrýlmálning, með mikla þvottheldni og hylur sérlega vel. KÓPAL AKRÝLHÚÐ er gerlavarin, þolir vel rakaálag og hefur mjög góða viðloðun. KÓPAL AKRÝLHÚÐ er einkum ætluð á veggi í frystihúsum, víða í matvælaiðnaði og annarsstaðar þar sem mikið raka- og þvottaálag er til staðar.
KÓPAL AKRÝLHÚÐ er til með mismunandi glástigum og er viðurkennd umhverfisvæn málning vottuð með Svansmerkinu.
Sjá vörulýsingu: KÓPAL AKRÝLHÚÐ
Sjá öryggisblað: KÓPAL AKRÝLHÚÐ
STEINÞYKKNI er einþátta, vatnsþynnanleg akrýlmálning, sem myndar mjög teygjanlega filmu, jafnvel við lágt hitastig. STEINÞYKKNI er einkum ætlað á vatnsbretti, ofan á veggi og fleiri slíka lárétta og lítið hallandi steinfleti, til að þétta gegn vatni og brúa fíngerðar sprungur.
Sjá vörulýsingu: STEINÞYKKNI
REGNVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani og síloxani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. REGNVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið.
Sjá vörulýsingu: REGNVARI 40
Sjá öryggisblað: REGNVARI 40