Showing 133–144 of 151 results
-
STEINÞYKKNI
STEINÞYKKNI er einþátta, vatnsþynnanleg akrýlmálning, sem myndar mjög teygjanlega filmu, jafnvel við lágt hitastig. STEINÞYKKNI er einkum ætlað á vatnsbretti, ofan á veggi og fleiri slíka lárétta og lítið hallandi steinfleti, til að þétta gegn vatni og brúa fíngerðar sprungur.
Sjá vörulýsingu: STEINÞYKKNI
-
Svansvottuð hús
Til að málning fái að bera Svaninn þarf hún að uppfylla strangar kröfur um framleiðslu og innihald. Öll hráefni í málningunni þurfa að fá samþykki Svansins. Meðal þeirra krafna sem gerðar eru til Svans merktrar málningar eru að þau mega ekki innihalda nanóefni, þungmálma, efni sem geta verið hættuleg eða valdið skaða á umhverfinu. Eins eru settar strangar kröfur um notkun rotvarnarefna og lífrænna leysiefna. Svansvottaðar vörur Málingar.
Til að vara sé leyfð í Svansvottuð hús þarf hún að uppfylla nokkuð strangar kröfur um skaðleg innihaldsefni en kröfur fyrir Svansvottun eru mun strangari. Vörur sem eru samþykktar í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur) eru einkenndar með grænu húsi til einföldunar fyrir viðskiptavini.
Vörur sem eru leyfðar í Svansvottuð hús: Listi
-
UMFERÐARMÁLNING FS01
UMFERÐARMÁLNING er hraðþornandi, leysiefnaþynnt akrýlmálning. Einkum ætluð til veg-merkinga á malbik, olíumöl og steinsteypu. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Litir: Hvít, Gul, Blá, Græn
Sjá vörulýsingu: UMERÐARMÁLNING
Sjá öryggisblað: HVÍT, GUL, GRÆN, BLÁ -
UNITHERM STEEL W-60
Sika® Unitherm® Steel W-60 er umhverfisvæn vatnsþynnanleg eldvarnarmálning sem myndar hvíta eldvarnarhúð, ætluð til notkunar innanhúss. Fyrir tilstilli elds og hita þenst húðin út og eykur eldvörn byggingarhluta úr stáli, eins og súlna, bita og burðarvirkis.
Sökum fjölbreytileika í stálhönnun þarf að reikna þykkt málningar fyrir hvert tilfelli: Beiðni um útreikning
Sjá vörulýsingu: UNITHERM STEEL W-60
-
VATNSVARI 40
VATNSVARI 40 er vatnsfæla, vatnstær lausn af mónósílani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. VATNSVARI 40 binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælin, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið.
Sjá vörulýsingu: VATNSVARI 40
Sjá öryggisblað: VATNSVARI 40 -
VATNSVARI V
VATNSVARI V er vatnsþynnanleg vatnsfæla, byggð á sílani, sem smýgur afar vel inn í öll gljúp, steinrík byggingarefni. VATNSVARI V er seldur sem þykkni og er að jafnaði þynntur rétt fyrir notkun.
VATNSVARI V er einfaldur í notkun og minnkar losun á lífrænum leysum samanborið við hefðbundnar vatnsfælur. Varan er samþykkt vara í SCDP í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).
Sjá vörulýsingu: VATNSVARI V
Sjá öryggisblað: VATNSVARI V