Showing 97–108 of 151 resultsSorted by latest
-
SEAFORCE 30M
Seaforce 30M er sjálfslípandi, gróðurhindrandi botnmálning með hátt þurrefni og án allra tinsambanda. Seaforce 30 fellur að öllu leyti undir reglugerðir IMO. Seaforce 30 hentar vel á flestar gerðir stálskipa og gefur kost á tilvarnar gróðurmyndun málningarkerfi sem endist í um 36 mánuði.
Tækni- og öryggisblöð: SEAFORCE 30M
Grunnupplýsingar: SEAFORCE 30M
-
Dalapro Fine – Fínsparsl
Dalapro Fine er hvítt, fínkornótt sparsl fyrir allar algengar gerðir af vegg- og loftflötum innanhúss. Hentar einkar vel þegar þarf að fylla upp í minni misfellur á steinsteyptum veggjum innanhúss og óskað er eftir mjög sléttri áferð. M1 vistvottun. EPD blað.
Sjá vörulýsingu: Dalapro Fine
-
Dalapro Nova – Alhliða sparsl
Dalapro Nova er grátt, alhliða „Medium“ sparsl sem fyllir vel og er mjög auðvelt í notkun. Hentar vel til fyllingar, á samskeyti og fínspörslunar bæði á nýtt og gamalt. Hentar fyrir flestar gerðir undirlags á veggi og loft innanhúss, svo sem steypu, gifs og veggfóður. Bæði í nýbyggingum og til endurbóta. Dalapro Nova er auðvelt að slípa og gefur fína áferð sem hægt er að mála beint á. Fæst sem hefðbundið sparsl, sprautusparsl og rúllusparsl. Svansmerkt vara. M1 vistvottun. EPD blað.
Sjá vörulýsingu: Dalapro Nova
Sjá vörulýsingu: Dalapro Lightning Nova
Sjá vörulýsingu: Dalapro Roll Nova
-
LOFT- OG VEGGMÁLNING
LOFT- OG VEGGMÁLNING er vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning sem inniheldur engin lífræn leysiefni, ammóníak eða formaldehýð. LOFT- OG VEGGMÁLNING hefur miðlungs hulu og sæmilega þvottheldni. LOFT- OG VEGGMÁLNING er einkum ætluð á fleti sem minna mæðir á, hvort sem er loft eða veggi. Einnig sem undirmálning undir KÓPAL GLITRU, KÓPAL BIRTU eða KÓPAL FLOS, hvort sem er á steinsteypta fleti, múr, tré eða spónaplötur innanhúss.
Sjá vörulýsingu: LOFT OG VEGGMÁLNING
-
Dalapro Max Plus – Grófsparsl
Dalapro Max Plus er grátt sparsl með sérlega góða fyllingu. Varan hefur verið hönnuð til að draga úr rykmagni við slípun og til að lágmarka hættu á blöðrumyndun á ógleypnu undirlagi. Til forfyllinga og fínspörslunar á veggjum og loftum bæði í nýbyggingum og til endurbóta. Hentar fyrir flestar gerðir undirlags á veggi og loft innandyra, svo sem steypu, gifs, dúk og veggfóður. Dalapro Max Plus er auðvelt að slípa og gefur fína áferð sem hægt er að mála beint á. Fæst hefðbundið og sem rúllusparsl. Svansmerkt. M1 vistvottun. EPD blað.
Sjá vörulýsingu: Dalapro Max Plus
Sjá vörulýsingu: Dalapro Roll Max Plus
-
Dalapro Wood Finish Plus – Lakksparsl
Dalapro Wood Finish Plus er hvítt sérstaklega fínkornað lakksparsl fyrir tréverk. Notað til að sparsla glugga, karma, hurðir, innréttingar og þess háttar innanhúss. Hefur góða viðloðun við gamla málningu, styrkur og uppbygging gera slétta yfirborðið að frábærum grunni fyrir lökkun. Auðvelt að slípa. Svansmerkt vara. M1 vistvottun. EPD blað.
Sjá vörulýsingu: Dalapro Wood Finish Plus
-
Dalapro Hydro – Rakaþolið sparsl
Dalapro Hydro er bláleitt sparsl sérstaklega ætlað fyrir rými þar sem gerð er krafa um mikið rakaþol. Hentar einnig vel þegar þú vilt búa til sérstaklega slitsterkt yfirborð. Hentar fyrir flestar gerðir byggingarefna, loft og veggi, innanhúss. Hátt bindiefnisinnihald í sparslinu gefur vörunni slitsterkt, vatnsfráhrindandi yfirborð og hámarks viðloðun við undirlagið. Fyllir mjög vel. Hentar vel á samskeyti, ísetningu hornalista, samskeytaborða og fínspörslun bæði í endurnýjun og nýbyggingum. Auðvelt að slípa. Einnig í boði fyrir sprautu. Svansmerkt vara. EPD blað.
Sjá vörulýsingu: Dalapro Hydro
Sjá vörulýsingu: Dalapro Airless Hydro